Samfélagsfræði
2012 - 2013

 

Markmið

Land og þjóð
- skilji hlutverk þjóðsöngsins og þjóðhátíðardagsins
- átti sig á tengslum framleiðslu og þjónustu með því að kynnast framleiðsluferli vöru frá framleiðanda til neytanda, t.d. mjólkur
- þekki mikilvægar stjórnsýslustofnanir eins og Alþingi, forsetaembættið, stjórnarráð og Hæstarétt
- fræðist um hlutverk og gildi Þingvalla í sögu og samtíð
Rýni og tjáning
- fái að kynnast sögunni í gegnum ljósmyndir, kvikmyndir og með heimsókn á listasafn eða minjasafn
- kynnist kostum samvinnu, að margir afli upplýsinga og að mismunandi hæfileikar innan hópsins nýtist við að miðla upplýsingum (einn er góður að semja, annar að skrifa, teikna o.s.frv.)
Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi
- þjálfist í að taka þátt í að setja reglur sem gilda í skólastofunni og samskiptum nemenda
- skilji mikilvægi fjölskyldu, vina og skólafélaga og gildi þess að vera hluti af hópi
- þjálfist í að hlýða reglum í leik og starfi í skólanum
- skilji mikilvægi reglna í skólanum alveg eins og í umferðinni og í samskiptum fólks
- kynnist því að börn búa við ólíkar efnahagslegar og félagslegar aðstæður í heiminum
- þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem á að tryggja öllum börnum ákveðin sameiginleg réttindi
Tími
- læri að teikna tímaás og raða nokkrum þáttum á hann, t.d. áföngum í eigin lífi
Umheimurinn og nánasta umhverfi
- fái þjálfun í að lesa úr einföldum töflum, t.d. sjónvarpsdagskránni
- viti hvað í náttúrunni umhverfis hann er viðkvæmt og gæti þurft sérstakrar verndunar við
- læri að lesa staðsetningu af korti með grófum rúðum (t.d. með níu rúðu neti á blaðinu og finni t.d. að fjársjóð er að finna í reit 3A)
- fjalli um landfræðileg hugtök, s.s. fjall, fjörður, dalur, strönd, hálendi, jökull og vatn, og hvernig þau eru táknuð á korti

Bækur

  • Komdu og skoðaðu Fjöll
  • Komdu og skoðaðu bílinn
  • Komdu og skoðaðu land og þjóð
  • Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti


  • Kennsluaðferðir
    • Bein kennsla
    • Heildstæð verkefni
    • Samvinnuná,
    • Hópverkefni
    • Ritun
    • Sköpun
    • Umræður


      Námsmat
    • Verkmöppumat