|  
        Samfélagsfræði2. bekkur
 2003 - 2004
 Kveikjur að verkefnum verða t.d. með 
          umræðum, bókalestri eða myndbandi | 
   
    | Sjálfsmynd og félagslegt umhverfiMarkmið
 Að nemendur:
 * Læri að hver maður er einstakur en jafnframt hluti af 
        heild, fjölskyldu, skólasamfélagi, bæjarfélagi, 
        þjóðfélagi og að því fylgir ábyrgð
 *Þekki hlutverk einstaklinga í fjölskyldu og átti 
        sig á hlutverki fjölskyldunnar í samfélagi manna
 *Þekki til mismunandi fjölskyldugerða í íslensku 
        samfélagi
 Leiðir*Þemaverkefni um fólk og fjölskyldur
 |  | 
   
    | 
 
 Skóli og heimabyggð
 Markmið
 Að nemendur:
 *Kynnist skólahúsinu og fái nokkra innsýn 
        í skólastarfið
 *Þekki nokkur örnefni, kennileiti, sögustaði og/eða 
        sögulegar byggingar í nágrenni skólans
 *Tileinki sér sögur eða frásagnir tengdar heimabyggð
 Leiðir*Þema um Korpúlfstaði fyrr og nú samvinnuverkefni 
        með 3 bekk
 
 |  | 
   
    | Land og þjóðMarkmið
 Að nemendur:
 * þekki íslenska fánann og hvað litir hans tákna
 *Þekki skjaldarmerki Íslands og söguna af landvættunum
 *læri um hlutverk nokkurra þjónustustofnana í 
        samfélaginu, svo sem skóla, sjúkrahúsa og 
        lögreglu
 *kynnist Íslendingasögum og verði kunnugir nokkrum persónum 
        í þeim
 *kynnist nokkrum dæmum um störf til sjávar og sveita
 Leiðir*Verkefni um fánann og skjaldamerkið í kringum 1. desember
 *Vettvangsferð á lögreglustöðina - lögreglu 
        sýningu
 *Vettvangsferð á sjúkrahús?
 *Þema um mismunandi störf
 
 |  | 
   
    | Heimsbyggð Markmið
 Að nemendur:
 * Fræðist um nýbúa á Íslandi, hvaðan 
        þeir koma helst og nokkrar ástæður þess að 
        þeir hafa flust hingað
 *átti sig á mikilvægi samskipta Íslands við 
        útlönd, bæði efnahagslega og menningarlega
 *geri sér grein fyrir að til eru mismunandi menningarsvæði, 
        siðir, venjur og trúarbrögð í heiminum
 Leiðir*Þema um fólk
 *Verkefni um samfélag og samskipti við útlönd
 
 |  | 
   
    | TímiMarkmið
 Að nemendur:
 *Skilji tímahugtök tengd árstíðum 
        og gangi himintungla, svo sem sólarhring, skammdegi og jafndægri
 *Þjálfist í að segja frá atburðum í 
        tímaröð, t.d. með því að hlusta á 
        frásögn og endursegja
 Leiðir*Rifja upp árstíðirnar og vinna verkefni tengt mánuðunum
 *Framsögn
 
 |  | 
   
    | RýniMarkmið
 Að nemendur:
 * Fái þjálfun í að skrá 
        atburði og athuganir skipulega
 *Fái þjálfun í að skrá dagbók, 
        t.d. hvað gert hefur verið í skólanum yfir daginn
 *Fái æfingu í að vinna með öðrum 
        að afmörkuðu verkefni
 Leiðir*Vinna súlurit t.d. í lestri
 *Mismunandi þemaverkefni og hópaskiptingar
 
 |  | 
   
    | Innlifun og víðsýniMarkmið
 Að nemendur:
 *Fái tækifæri til að lifa sig inn í atburði 
        eða umhverfi
 *Kynnist margbreytileika mannlífs og geri sér ljóst 
        að til eru margar þjóðir og kynþættir 
        í heiminum
 
 Leiðir*Leika leikrit og sýna hvert öðru og jafnvel sýna 
        foreldrum á bekkjarkvöldi
 *Þema um fólk
 |  | 
   
    | Túlkun og tjáningMarkmið
 Að nemendur:
 *Þjálfist í að hlusta og endursegja
 *Fái þjálfun í að miðla upplýsingum 
        í samhengi og ákveðinni röð, t.d. tímaröð
 Leiðir*Framsögn í heimakrók og á bekkjarkvöldum
 
 |  | 
   
    | Mat: *Þemaverkefni verða metin með umsögnum t.d. hvort nemandi 
      hafi verið sjálfstæður, sýni frumkvæði 
      og svo fr.
 
 | 
   
    |  |