| Þrepamarkmið í landafræði 
      4. bekkur   Nemandi 
      Kort og myndir  
      
        - læri að nota kort af nánasta 
          umhverfi sínu til að komast leiðar sinnar, t.d. í 
          ratleik 
 
        - læri að nota efnisyfirlit og 
          atriðisorðaskrá í kortabókum til að 
          finna tilteknar upplýsingar 
 
        - afli einfaldra upplýsinga eins og 
          hvert nemendur í bekknum fóru í sumar og setji 
          fram á myndrænan hátt, t.d. með einföldu 
          súluriti 
 
        - þjálfist í að lesa 
          úr einföldum töflum eins og leiðatöflu strætisvagna 
          
 
        - læri að þekkja og finna 
          á hnattlíkani og/eða korti heimsálfurnar og 
          úthöfin 
 
        - átti sig á megineinkennum 
          landslags af korti, t.d. með hvaða litum láglendi og 
          hálendi er oftast táknað á landakorti 
 
       
      Nánasta umhverfi  
      
        - átti sig á að flest heimili 
          eru hluti af ákveðinni byggð sem getur haft ólík 
          einkenni, s.s. þéttbýli, dreifbýli, sjávarbyggð, 
          uppsveitir 
 
        - þekki þróun búsetu 
          í eigin heimabyggð 
 
        -  átti sig á áhrifum 
          búsetu á umhverfi 
 
        -  þekki á Íslandskorti 
          hvar hann á heima 
 
        - kannist við í sjón og 
          þekki hugtök yfir smærri landform eins og skurður, 
          skagi, sund og fell 
 
        - kynnist því hvernig fólk 
          ferðast og af hverju 
 
        - kynnist dæmum um það hvers 
          vegna fólk flytur milli staða 
 
        - Umheimurinn 
 
        - kanni og útskýri af hverju 
          er þéttbýlt á sumum stöðum en ekki 
          öðrum 
 
        - læri að lýsa megineinkennum 
          veðurfars á köldum pólsvæðum, heitum 
          og þurrum eyðimörkum og heitum og rökum regnskógum 
          
 
        - fái þjálfun í 
          að greina landnotkun fyrir utan heimabyggðina og segja fyrir 
          um hver áhrif hennar eru á líf fólksins 
          þar, t.d. hver munurinn er á landnýtingu í 
          sveit og borg eða í sjávarþorpi og þorpi 
          inn til lands 
 
        - kannist við helstu jarðhræringar 
          sem verða á Íslandi, s.s. eldgos og jarðskjálfta 
          
 
        - átti sig á að jörðinni 
          er skipt upp í tímabelti og lengdar- og breiddarbauga 
          
 
        - átti sig á hreyfingu jarðar 
          umhverfis sólu og að það veldur árstíðaskiptum 
          
 
        - skilji að útlit tunglsins fer 
          eftir afstöðu jarðar, tungls og sólar 
 
       
       |