Stærðfræði

Markmið

Að nemendur:

 • þjálfist í flokkun og fái tækifæri til að flokka eftir mismunandi eiginleikum s.s. lit, lögun eða stærð
 • Þekki formin hringur, þríhyrningur, ferhyrningur, sexhyrningur
 • Þekki tölur upp að tíu og fái þjálfun á hlutbundinn hátt
 • Kynnsit Sætiskerfinu - hugtökunum eining og tugur og átti sig á því hvers vegna talan tíu er skrifuð 10. Læri að miða talningu við tugarhugtakið sbr. Þrjátíu = þrjú tíu
 • þekki hugtökin stór, lítill, margir, fáir og samanburðar hugtökin stærri en, minni en, fleiri en og færri en,
 • Þekki tákn fyrir 0 – 10
 • Kynnist samlagningartákninu +
 • Kynnist samasem-merkinu =
 • Kynnist reikningsaðgerðinni samlagningu með hlutbundinni vinnu.

 

 

Hérna eru fleiri hugtök sem við komum til með að vinna með
langur - stuttur
Lágur - hár
Léttur - þungur
Grannur - gildur
Grunnur - djúpur
Tómur - fullur
Hálfur
Smatlas

 

 

Leiðir

 • Telja skóladagana og ræðaum leið um einingar og tugi
 • Setja upp hringekgjur - stöðvavinnu
 • Vinna á hlutbundinn hátt

 

Mat

 • Skoða hvort nemnedur skilji og þekki tákni frá 0 - 10
 • Skoða hvort nemendur skili ákveðin hugtök eins og sama sem, jafnt ..
 • Skoða hvort nemendur þekki þau form sem við höfum unnið með